KR-A efst í 1. deild karla og Víkingur í 1. deild kvenna eftir fyrri umferðina
Fyrri umferðinni í 1. deild karla og kvenna lauk í kvöld. KR-A sigraði Víking-A í 1. deild karla, en bæði liðin voru taplaus fyrir þennan leik. Á sama tíma sigraði Vikingur-B Víking-C 4-2. KR-ingar eru því efstir að lokinni fyrri umferðinni með 10 stig eftir 5 leiki og Víkingur-A er með 8 stig.
Í 1. deild kvenna sigraði Víkingur KR-A 3-0 og eru Víkingskonur efstar og ósigraðar eftir fyrri umferðina. Þær hafa 6 stig eftir 3 leiki en KR-A hefur 4 stig.
Enn á þó eftir að leika leiki sem hefur verið frestað í 1. deild karla.
ÁMU (uppfært 22.11.)