Automatic translation by Google Translate. We cannot guarantee that it is accurate.

KR-A Íslandsmeistari í 1. deild kvenna

A-lið KR varð í kvöld Íslandsmeistari í 1. deild kvenna annað árið í röð, eftir 3-0 sigur á A-liði Víkings í Íþróttahúsi Hagaskóla. Þetta var annar leikurinn í úrslitakeppni liðanna. Berglind Ósk Sigurjónsdóttir og Eyrún Elíasdóttir léku fyrir Víking en Aldís Rún Lárusdóttir og Sigrún Ebba Urbancic Tómasdóttir fyrir KR, en auk þeirra voru Ásta M. Urbancic og Guðrún G Björnsdóttir í liðinu í vetur.

Sigrún Ebba vann Eyrúnu örugglega 3-0 í fyrsta leiknum. Leikur Aldísar og Berglindar var hins vegar æsispennandi en sveiflukenndur á köflum. Fyrsta lotan var jöfn en Aldís hafði sigur 11-9. Berglind vann svo næstu lotu örugglega 11-4 en Aldís þá þriðju jafnörugglega 11-4. Berglind tók svo 4. lotuna 11-7 og hafði náð 7-3 forystu í oddalotunni þegar Aldís tók leikhlé. Hún saxaði á forystu Berglindar eftir leikhléið og náði að jafna í 9-9. Berglind var yfir 10-9 en Aldís skoraði þrjú síðustu stigin og vann 12-10. Þær Aldís og Sigrún unnu svo tvíliðaleikinn 3-0 og tryggðu KR sigur í leiknum.

Leikskýrsla

KR-A – Víkingur-A 3-0

  1. Sigrún Ebba Urbancic Tómasdóttir – Eyrún Elíasdóttir 3-0 (11-8, 11-7, 11-6) 1-0
  2. Aldís Rún Lárusdóttir – Berglind Ósk Sigurjónsdóttir 3-2 (11-9, 4-11, 11-4, 7-11, 12-10) 2-0
  3. Aldís/Sigrún – Berglind/Eyrún 3-0 (11-7, 11-8, 11-4) 3-0

Mynd af Facebook frá Hlöðveri Steina Hlöðverssyni. Guðrúnu G Björnsdóttur vantar á myndina.

 

ÁMU

Aðrar fréttir