KR-A Íslandsmeistari í 1. deild kvenna
KR-A varð Íslandsmeistari í 1. deild kvenna 2016-2017 eftir 3-0 sigur á KR-B í öðrum úrslitaleik liðanna þann 29. mars. Liðið vann alla leiki keppnistímabilsins 3-0 og varð Íslandsmeistari þriðja árið í röð.
Lið KR-A í vetur skipuðu Aldís Rún Lárusdóttir, Auður Tinna Aðalbjarnardóttir, Ásta M. Urbancic og Sigrún Ebba Urbancic Tómasdóttir.
Með liði KR-B á keppnistímabilinu léku Ársól Arnardóttir, Guðbjörg Lív Margrétardóttir og Sveina Rósa Sigurðardóttir.
Úrslit úr einstökum leikjum
KR-B – KR-A 0-3
- Guðbjörg Lív Margrétardóttir – Auður Tinna Aðalbjarnardóttir 0-3 (9-11, 1-11, 3-11) 0-1
- Ársól Arnardóttir – Aldís Rún Lárusdóttir 1-3 (9-11, 13-11, 7-11, 9-11) 0-2
- Ársól/Guðbjörg – Aldís/Ásta M Urbancic 0-3 (11-13, 12-14, 5-11) 0-3
Sigrúnu Ebbu Urbancic Tómasdóttur og Sveinu Rósu Sigurðardóttur vantar á myndina af verðlaunahöfunum.
ÁMU (fleiri myndum bætt við 1.4.)