KR-A leikur í úrslitum í 1. deild kvenna
KR-A sigraði KR-B öðru sinni í undanúrslitum í 1. deild kvenna í Íþróttahúsi Hagaskóla 13. apríl. Leiknum lauk 3-0. Þar með er KR-A komið í úrslit í 1. deild kvenna, þar sem liðið mætir Víkingi-A. Úrslitaleikirnir fara fram 25., 27. og oddaleikur (ef með þarf) 29. apríl. KR-B hafnar í 3.-4. sæti í deildinni.
Úrslit í einstökum leikjum
KR-B – KR-A 0-3
- Karitas Ármannsdóttir – Ásta M. Urbancic 0-3
- Ársól Arnardóttir – Sigrún Ebba Urbancic Tómasdóttir 0-3
- Ársól/Karitas – Aldís Rún Lárusdóttir/Guðrún G Björnsdóttir 0-3
Á meðfylgjandi mynd má sjá lið KR-A í fyrra, þegar liðið varð deildar- og Íslandsmeistari.
ÁMU