Automatic translation by Google Translate. We cannot guarantee that it is accurate.

KR-A og BH-A á toppi 1. deildar

Tvær umferðir voru leiknar í 1. deild karla á laugardag og tveir leikir í 2. deild karla. Keppni í 1. deild kvenna hófst á laugardag með leik Víkings og KR en aðeins tvö lið eru skráð til leiks í deildinni.

Eftir leiki gærdagsins eru lið BH-A og KR-A jöfn í efsta sæti 1. deildar með 7 stig en þau unnu hvort einn leik og innbyrðisviðureignin fór 5-5. Þetta er fyrsta jafnteflið sem hefur orðið í deildinni eftir að nýtt keppnisfyrirkomulag var tekið upp í haust.

Tveir leikir fóru fram í 2. deild í gær en leikið var á Akureyri. HK-B er efst í 2. deild eftir leikina með 6 stig og KR-B er í öðru sæti með fjögur stig en hefur leikið tveimur leikjum færra.

Úrslit í 1. deild karla

  • BH-B – KR-A: 3-6
  • BH-A – Víkingur-B: 6-0
  • Víkingur-A – HK-A: 3-6
  • Víkingur-A – BH-B: 2-6
  • KR-A – BH-A: 5-5
  • HK-A – Víkingur-B: 6-2

Einn leikur fór fram í 1. deild kvenna

Víkingur – KR: 5-0

Úrslit í 2. deild karla

  • HK-B – Akur: 6-1
  • BR-A – Akur: 6-4

Mynd með frétt: Lið BR-A og Akurs

Aðrar fréttir