Automatic translation by Google Translate. We cannot guarantee that it is accurate.

KR-A og Víkingur-A sigruðu í undanúrslitum í 1. deild kvenna

Úrslitakeppnin í 1. deild kvenna hófst mánudaginn 11. apríl. Tveir leikir áttu að fara fram. KR-A tók á móti KR-B í Íþróttahúsi Hagaskóla og Víkingur-A átti heimaleik gegn HK í TBR. HK dró lið sitt út úr úrslitakeppninni í morgun, svo ekkert varð af leik Víkings-A og HK. Víkingskonur eru því komnar beint í úrslit.

KR-A og KR-B mættust í sínum fyrsta leik í undanúrslitunum og vann KR-A öruggan 3-0 sigur í leiknum. Liðin mætast öðru sinni á sama stað miðvikudagskvöldið 13. apríl. Það lið sem fyrr vinnur tvo leiki keppir til úrslita um Íslandsmeistaratitilinn við Víking-A.

Úrslit úr einstökum leikjum:

KR-A – KR-B 3-0

  1. Guðrún G Björnsdóttir – Karitas Ármannsdóttir 3-0
  2. Aldís Rún Lárusdóttir – Ársól Arnardóttir 3-0
  3. Ásta M. Urbancic/Sigrún Ebba Urbancic Tómasdóttir – Ársól/Karitas 3-0

Forsíðumyndin sýnir hið unga og efnilega lið KR-B, en stúlkurnar eru 10-15 ára gamlar. Mynd: Ásta M. Urbancic.

 

ÁMU

Aðrar fréttir