KR-A og Víkingur leika til úrslita í Raflandsdeild kvenna
Önnur viðureignin í undanúrslitum í Raflandsdeild kvenna fór fram miðvikudaginn 7. mars í Íþróttahúsi Hagaskóla. Þá mættust annars vegar KR-B og Víkingur og hins vegar KR-C og KR-A. KR-A og Víkingur unnu viðureignirnar, eins og þær fyrstu, og leika til úrslita í deildinni.
Úrslit í leikjunum:
KR-B – Víkingur 1-3
- Ársól Clara Arnardóttir – Agnes Brynjarsdóttir 3-1 (11-7, 9-11, 11-3, 11-6) 1-0
- Lára Ívarsdóttir – Stella Karen Kristjánsdóttir 2-3 (9-11, 11-8, 3-11, 11-5, 6-11) 1-1
- Ársól/Kristín Ingibjörg Magnúsdóttir – Stella/Þórunn Ásta Árnadóttir 1-3 (6-11, 10-12, 11-8, 8-11) 1-2
- Ársól Clara Arnardóttir – Stella Karen Kristjánsdóttir 1-3 (11-13, 15-13, 9-11, 6-11) 1-3
KR-C – KR-A 0-3
- Lóa Floriansdóttir Zink – Aldís Rún Lárusdóttir 0-3 (9-11, 7-11, 7-11) 0-1
- Þóra Þórisdóttir – Auður Tinna Aðalbjarnardóttir 0-3 (7-11, 7-11, 5-11) 0-2
- Lóa/Þóra – Auður/Ásta M. Urbancic 2-3 (12-10, 12-10, 2-11, 10-12, 2-11) 0-3
Úrslitaleikirnir fara fram 19., 21. og 23. mars (ef með þarf) og sigrar það lið sem fyrr vinnur tvær viðureignir.
Á forsíðumyndinni má sjá lið Víkings í Raflandsdeild kvenna á þessu keppnistímabili.
ÁMU