KR-A og Víkingur sigruðu í leikjum kvöldsins í 1. deild kvenna
Tveir leikir fóru fram í 1. deild kvenna í kvöld. Íslandsmeistarar Víkings sóttu HK heim í Kópavoginn og unnu 3-2 sigur. Kolfinna Bergþóra Bjarnadóttir sigraði þar Íslandsmeistarann Evu Jósteinsdóttur öðru sinni á þessu ári.
KR-liðin léku innbyrðis í Íþróttahúsi Hagaskóla og A-liðið vann B-liðið 3-0.
Úrslit úr einstökum leikjum
HK – Víkingur 2-3
Kolfinna Bergþóra Bjarnadóttir – Eva Jósteinsdóttir 3-1
Hrefna Namfa Finnsdóttir – Eyrún Elíasdóttir 1-3
Hrefna/Kolfinna – Eva/Eyrún 0-3
Kolfinna Bergþóra Bjarnadóttir – Eyrún Elíasdóttir 3-0
Hrefna Namfa Finnsdóttir – Eva Jósteinsdóttir 0-3
KR-A – KR-B
Ásta Urbancic – Sveina Rósa Sigurðardóttir 3-0
Aldís Rún Lárusdóttir – Ársól Arnardóttir 3-0
Aldís/Ásta – Ársól/Sveina 3-0
ÁMU