KR-A og Víkingur unnu sína leiki í 4. umferð 1. deildar kvenna
Í dag fóru fram tveir leikir í 4. umferð 1. deildar kvenna.
Í morgun léku Dímon og KR-A í Íþróttamiðstöðinni á Hvolsvelli. KR konur sigruðu 3-1.
Síðdegis tók Víkingur á móti KR-B í TBR-húsinu í Laugardal. Víkingur vann 3-0.
Staðan í deildinni er sú að KR-A og Víkingur hafa bæði fullt hús stiga. Liðin mætast í 5. umferð þann 19. janúar.
ÁMU