KR-A sigraði Víking-B öðru sinni í undanúrslitum 1. deildar karla
Víkingur-B tók á móti KR-A í undanúrslitum 1. deildar karla í TBR-húsinu í kvöld. KR-A sigraði 4-2 í leiknum, eins og í fyrri leiknum. Liðið tryggði sér þar með sæti í úrslitum deildarinnar, þar sem það mætir Víkingi-A.
Ungu mennirnir Magnús Jóhann Hjartarson og Breki Þórðarson unnu góða sigra á eldri leikmönnum. Magnús lagði Kjartan Briem og Breki vann Kristján Jónasson.
Úrslit úr einstökum leikjum
ÁMU