KR-A sigraði Víking-B öðru sinni í úrslitakeppni í 1. deild karla
KR-A og Víkingur-B mættust öðru sinni í undanúrslitum í úrslitakeppninni í 1. deild karla í TBR-húsinu í gærkvöldi. KR-A sigraði 4-0 og leikur til úrslita við Víking-A um Íslandsmeistaratitilinn. Sigur KR-inga var öruggur og það var aðeins leikur Ársæls og Gunnars Snorra sem var spennandi.
Úrslitaeinvígið hefst 16. apríl.
ÁMU