Automatic translation by Google Translate. We cannot guarantee that it is accurate.

KR-A sigraði Víking-D í leik um sæti í 1. deild í haust

KR-A sigraði Víking-D 4-3 í háspennuleik um sæti í 1. deild á næsta keppnistímabili í TBR-húsinu í kvöld. Úrslitin réðust í oddalotu í 7. og síðasta leiknum þegar Hlöðver Steini Hlöðversson lagði Ísak Indriða Unnarsson. KR verður því með tvö lið í 1. deild karla á næsta ári,  Víkingur tvö lið og BH og HK með sitt hvort liðið.

Það er nýmæli að leika um sæti í 1. deild en þessi lið léku þar sem KR-A varð í 5. sæti í 1. deild karla en Víkingur-D í 2. sæti í 2. deild.

Leikskýrsla

Víkingur-D – KR-A 3-4

  1. Kamil Mocek – Breki Þórðarson 0-3 (2-11, 8-11, 7-11) 0-1
  2. Ingi Darvis Rodriguez – Hlöðver Steini Hlöðversson 3-2 (12-10. 9-11, 9-11, 11-8, 11-3) 1-1
  3. Ísak Indriði Unnarsson – Pétur Marteinn Urbancic Tómasson 0-3 (2-11, 5-11, 7-11) 1-2
  4. Ingi/Ísak – Breki/Pétur 3-0 (13-11, 11-6, 11-8) 2-2
  5. Ingi Darvis Rodriguez – Breki Þórðarson 3-0 (11-8, 11-6, 11-8) 3-2
  6. Kamil Mocek – Pétur Marteinn Urbancic Tómasson 0-3 (3-11, 10-12, 6-11) 3-3
  7. Ísak Indriði Unnarsson – Hlöðver Steini Hlöðversson 2-3 (5-11. 12-10, 6-11, 11-7, 6-11) 3-4

 

ÁMU

Aðrar fréttir