Automatic translation by Google Translate. We cannot guarantee that it is accurate.

KR-B og HK-B efst í 2. deild eftir 8 umferðir

Tvær umferðir í 2. deild karla voru leiknar í Íþróttahúsi Hagaskóla sunnudaginn 12. janúar. Að loknum 8 umferðum eru KR-B og HK-B efst í deildinni með 14 stig, en KR-B er með hagstæðara hlutfall unninna og tapaðra leikja. Ljóst er að þessi tvö lið berjast um sigurinn í deildinni en liðin þar á eftir eiga ekki möguleika á að ná þeim að stigum.
BR-A kemur næst með 9 stig og BH-C með 7 stig. Í neðstu sætunum eru KR-C með 3 stig og BM með 1 stig, sem bæði reyna að forðast fallið í 3. deild.

Úrslit úr einstökum viðureignum:
BH-C – HK-B 1-6
KR-B – BM 6-0
KR-C – BR-A 4-6
BR-A – BH-C 6-4
HK-B – KR-B 2-6
BM – KR-C 2-6

Forsíðumynd af liði KR-B.

Aðrar fréttir