Tveir leikir fóru fram í 1. deild karla í kvöld í TBR-húsinu í Laugardal. Víkingur-B tók á móti KR-B og höfðu KR-ingar sigur, 4-3 í jöfnum leik.

Þá mættust A og C-lið Víkings og vann A-liðið 4-1. Með sigrinum tryggðu Víkingar sér deildarmeistaratitilinn en liðið hefur nú 18 stig eftir 9 leiki. Næstir koma KR-A með 12 stig eftir 8 leiki.

Úrslit í einstökum leikjum

ÁMU