Automatic translation by Google Translate. We cannot guarantee that it is accurate.

KR-B sigraði í A-riðli 2. deildar

Keppni í A-riðli 2. deildar lauk í Íþróttahúsinu við Strandgötu sunnudaginn 21. janúar. KR-B sigraði í riðlinum með fullt hús stiga, 16 stig. BH-B og Víkingur-D luku keppni með jafnmörg stig, eða 10 talsins, í 2. og 3. sæti en hvort liðið um sig tapaði þremur leikjum. Víkingur-D hefur hagstæðara hlutfall unninna og tapaðra leikja (20-10) en BH-B (18-11) og hafnar því í 2. sæti. Víkingur-D fer því í undanúrslit ásamt KR-B.

KR-D varð svo í 4. sæti deildarinnar með 4 stig. Lið HK-C var dregið úr keppni en hafði þá ekki unnið sér inn stig.

Úrslit úr leikjunum verða sett á vef  Tournament Software fljótlega, sjá http://www.tournamentsoftware.com/sport/draw.aspx?id=4CB54C16-AA3E-4161-A5C4-9F71341B24B9&draw=7.

Tvö efstu liðin keppa í úrslitakeppni 2. deildar, sem fram fer 7. apríl. Þar leika einnig tvö efstu liðin í B-riðli, en keppni í B-riðli lýkur helgina 17.-18. febrúar.

Úrslit liðsleikjanna

KR-B – BH-B 3-1
Víkingur-D – KR-D 3-0
BH-B – KR-D 3-0
KR-B – Víkingur-D 3-1

ÁMU (uppfært 23.1.)

Aðrar fréttir