Automatic translation by Google Translate. We cannot guarantee that it is accurate.

image description

KR-C sigraði HK-A í 2. deild karla í kvöld

KR-C og HK-A áttust við í 6. og síðustu umferð í riðlakeppni 2. deildar karla í Snælandsskóla í kvöld, KR-C sigraði 4-1 og hefur þar með tryggt sér sæti í undanúrslitum deildarinnar. Liðið hefur 10 stig eftir 5 leiki og á einn leik eftir.

HK-A hefur lokið keppni og hafnar í 3. sæti riðilsins, með 4 stig. Víkingur-E fylgir KR-C í undanúrslitin.

Leikur KR-E og Víkings-E í sama riðli, sem átti að fara fram mánudaginn 11. febrúar var ekki leikinn þar sem Víkingar mættu ekki til leiks.

ÁMU

Aðrar fréttir