KR-C vann KR-D í undanúrslitum í 2. deild karla í kvöld
KR-C og KR-D mættust í undanúrslitum í 2. deild karla í KR-heimilinu í kvöld. KR-C lagði D-liðið 4-0, en leikirnir voru þó mun jafnari en tölurnar gefa til kynna.
KR-B og Víkingur-E mætast í hinum undanúrslitaleiknum. Honum hefur verið frestað og fer líklega fram í KR-heimilinu miðvikudaginn 20. mars.
ÁMU
Lið KR-C er komið í úrslit í 2. deild karla (Mynd: Ásta M. Urbancic)