KR-E sigraði KR-C í undanúrslitum suðurriðils 2. deildar
KR-E sigraði KR-C nokkuð óvænt í undanúrslitum í suðurriðli 2. deildar í Íþróttahúsi Hagaskóla 24. apríl. Leiknum lauk með 4-2 sigri E-liðsins, sem er skipað leikmönnum í öðlingaflokki. KR-C, sem er skipað ungum og efnilegum leikmönnum, hafði unnið alla sína leiki til þessa í vetur en KR-E varð í 2. sæti í sínum riðli.
KR-E leikur því í úrslitakeppni 2. deildar ásamt sigurliðinu úr leik Víkings-C og Víkings-D, Akri-A og Akri-B.
Úrslit úr einstökum leikjum
KR-E – KR-C 4-2
- Guðmundur Örn Halldórsson – Jóhannes Kári Yngvason 3-0 (1-0)
- Hannes Guðrúnarson – Ellert Kristján Georgsson 3-2 (12-10 í oddalotu) (2-0)
- Finnur Hrafn Jónsson – Karl A. Claesson 0-3 (2-1)
- Guðmundur/Hannes – Ellert/Karl 2-3 (12-10 í oddalotu) (2-2)
- Hannes Guðrúnarson – Jóhannes Kári Yngvason 3-1 (3-2)
- Guðmundur Örn Halldórsson – Karl A. Claesson 3-0 (4-2)
Á meðfylgjandi mynd vantar Finn Jónsson, sem lék með liðinu í leiknum.
ÁMU