Automatic translation by Google Translate. We cannot guarantee that it is accurate.

KR Open 25. og 26. nóvember

Borðtennisdeild KR heldur KR Open í fyrsta sinn helgina 25.-26. nóvember 2023 í Íþróttahúsi Hagaskóla.

Fyrirkomulag keppni

 • Keppa má í 3 flokkum alls, en þó einungis 1 flokki í hverri „blokk“.
 • Ef of fáir skrá sig í einn flokk mun mótstjórn sameina flokka til þess að fá fleiri leiki.
  • Flokkar í 1. & 3. blokk hefjast á milli 14:00-16:00.
  • Flokkar í 2. blokk hefjast á milli 10:00-12:00.
 • Keppt verður í 4-5 manna riðlum í öllum flokkum þar sem efstu 2 fara áfram í beinan
  útslátt. Leiknar verða 3-5 lotur í öllum flokkum.

Frekari útskýringar á ákveðnum flokkum:

 • Aldursskiptir flokkar miðast við sömu fæðingarár og Íslandsmót, svo u11 eru iðkendur fæddir 2013 og síðar, u14 eru iðkendur fæddir 2010 og síðar og svo framvegis.
 • Í flokki öfugrar handar verður að leika með sinni veikari hönd, þessi flokkur gildir ekki á styrkleikalista BTÍ.
 • Opni byrjendaflokkurinn er opinn byrjendum á öllum aldri, svo við hvetjum iðkendur sem eru að stíga sín fyrstu skref í íþróttinni að taka þátt. Ef þú byrjaðir að æfa borðtennis á þessu ári eða ert ekki að æfa, þá ertu byrjandi 🙂
 • Varðandi meistaraflokk elite flokkana
 • Öllum er heimilað þátttöku í þessum flokkum, það er ekki skylda að vera í meistaraflokki.
 • Efstu 4 skv styrkleikalista fara beint áfram í útsláttarkeppni, en það veltur þó á fjölda keppenda.

Skráning
Skráning fer fram með tölvupósti á netfangið [email protected]. Í skráningu skal taka fram fullt nafn keppanda, kennitölu, félag og skal taka skýrt fram í hvaða flokkum keppandinn vill keppa í.

Skráningafrestur rennur út fimmtudaginn 23. nóvember kl 19:00.

Nánari upplýsingar í auglýsingu.

Uppfært: 17.11.2023

Aðrar fréttir