Automatic translation by Google Translate. We cannot guarantee that it is accurate.

KR sigraði tvöfalt á fyrri degi flokkakeppni unglinga

KR-ingar sigruðu í báðum aldursflokkum á fyrri degi Íslandsmóts í flokkakeppni unglinga í borðtennis sem fer fram í Íþróttahúsi Hagaskóla um helgina.

Í drengjaflokki (16-18 ára, fæddir 2001-2003) urðu Ellert Kristján Georgsson og Gestur Gunnarsson í A-liði KR Íslandsmeistarar. Þeir unnu alla leiki liðsins 3-0. KR-B varð í 2. sæti, KR-C í 3. sæti og BH-A í 4. sæti.

Í flokki sveina (14-15 ára, fæddir 2004-2005) urðu Eiríkur Logi Gunnarsson (bróðir Gests) og Ólafur Steinn Ketilbjörnsson í A-liði KR Íslandsmeistarar en þeir unnu allar viðureignir sínar. Hörð keppni var um hin þrjú verðlaunasætin og fengu þrjú lið jafnmörg stig. Röð liðanna réðst á hlutfalli unninna og tapaðra leikja. KR-B hreppti 2. sætið, Víkingur-B 3. sætið og Víkingur-A 4. sætið.

Keppni verður haldið áfram sunnudaginn 17. mars kl. 10. Þá verður leikið í flokkum pilta og telpna fæddra 2006 og síðar, í flokki meyja fæddra 2004-2005 og í flokki stúlkna fæddra 2001-2003. Keppni í síðarnefndu flokkunum tveimur hefst kl. 13.

Úrslit:

Verðlaunahafar í flokkakeppni drengja

Flokkakeppni drengja fæddra 2001-2003

1  KR A (Ellert Kristján Georgsson og Gestur Gunnarsson) 6 stig

2  KR B (Elvar Kjartansson og Jóhannes Kári Yngvason) 4 stig

3  KR C (Matthías Benjamínsson og Thor Thors) 2 stig

4  BH A (Aron Ólafsson og Davíð Ásgeirsson) 0 stig

Flokkakeppni sveina fæddra 2004-2005

1  KR A (Eiríkur Logi Gunnarsson og Ólafur Steinn Ketilbjörnsson) 10 stig

2  KR B (Baldur Thor Aðalbjarnarson og Gunnar Þórisson) 6 stig (12-8)

3  Víkingur B  (Jón Hreiðar Rúnarsson og Magnús Hjaltason) 6 stig (11-9)

4  Víkingur A (Askur Ingi Bjarnason og Dagur Stefánsson) 6 stig (10-9)

Úrslit úr öllum viðureignum dagsins má sjá á vef Tournament Software, http://www.tournamentsoftware.com/sport/tournament.aspx?id=F7338A7F-E3B5-4D44-BCA0-A9F334936C6C

Myndir frá Auði Tinnu Aðalbjarnardóttur. Einnig má sjá fjölda mynda frá mótinu á fésbókarsíðu Borðtennissambands Íslands.

ÁMU (uppfært 17.3.)

Aðrar fréttir