Automatic translation by Google Translate. We cannot guarantee that it is accurate.

KR vann flesta Íslandsmeistaratitla 2018-2019

Á keppnistímabilinu 2018-2019 var keppt um 42 Íslandsmeistaratitla. KR vann flesta titla eða 17,5, BH vann 13 titla, Víkingur 10 og HK 1,5. KR og BH unnu flesta titla í fullorðisflokkum, 5 hvort. KR vann flesta titla í unglingaflokkum eða 9,5 titla af 23, sem keppt var um og einnig flesta titla í öldungaflokkum, 3 talsins. Sjá meðfylgjandi skjal:

Alls dreifðust Íslandsmeistaratitlarnir á 40
einstaklinga, sem er nokkru minna en í fyrra, þegar 47 einstaklingar unnu
Íslandsmeistaratitil.

Kristófer Júlían Björnsson, BH, vann flesta titla á tímabilinu eða fimm Íslandsmeistaratitla. Kristófer vann alla fjóra titlana í piltaflokki og var þar að auki í sigurliði BH-B í 2. deild karla.

Agnes Brynjarsdóttir, Víkingi; Alexía Kristínardóttir Mixa; BH og Eiríkur Logi Gunnarsson, KR, unnu fjóra titla hvert.

Ásta M. Urbancic, KR; Gestur
Gunnarsson, KR; Hildur Halla Þorvaldsdóttir, KR; Ingi Darvis Rodriguez,
Víkingur; Magnús Gauti Úlfarsson, BH og Stella Karen Kristjánsdóttir, Víkingi unnu
þrjá titla hvert.

Magnús Gauti Úlfarsson, BH vann flesta Íslandsmeistaratitla í meistaraflokki, þrjá talsins, en Agnes Brynjarsdóttir, Víkingi; Aldís Rún Lárusdóttir, KR, og Birgir Ívarsson, BH unnu tvo titla hvert í meistaraflokki.

Alls voru veitt 160 verðlaun á Íslandsmótunum.

Uppfært Íslandsmeistaratal með meisturum ársins 2019 verður sett inn á vefinn fljótlega undir Nýtt á bordtennis.is en er aðgengilegt hér:

Aðrar fréttir