Automatic translation by Google Translate. We cannot guarantee that it is accurate.

KR vann flesta Íslandsmeistaratitla árið 2015

Á keppnistímabilinu 2014-2015 var keppt um 49 Íslandsmeistaratitla.

KR vann flesta titla eða 21 talsins. Víkingur vann næstflesta titla eða 18,5. Önnur félög sem unnu til Íslandsmeistaratitla á árinu voru HK (3,5), BH (2,5), Örninn (2,5) og Akur (1).

Flesta Íslandsmeistaratitla vann Sigrún Ebba Tómasdóttir úr KR, 6 talsins. Næstu komu Kolfinna Bergþóra Bjarnadóttir, HK og Pétur Gunnarsson, KR, sem unnu 4 titla hvort. Sigrún og Pétur unnu ferfalt í sínum unglingaflokki. Auk þess vann Sigrún sigur í tvíliðaleik kvenna og var í sigurliði KR í 1. deild kvenna. Kolfinna vann tvo titla í unglingaflokki, vann sigur í tvíliðaleik kvenna og var í sigurliði HK í 2. deild.

Magnús K. Magnússon úr Víkingi vann flesta Íslandsmeistaratitla í meistaraflokki, þrjá talsins.

Nánari upplýsingar um skiptingu titla má sjá í meðfylgjandi skjali: Islandsmeistaratitlar_2015.

Einnig hefur Íslandsmeistaratalið verið uppfært með meisturum ársins 2015. Talið mun verða aðgengilegt til hægri á síðunni í dálknum Nýtt á bordtennis.is. Talið er einnig að finna hér: Islandsmeistaratal_1971-2015. Í talinu og í ofangreindum tölum er eingöngu er miðað við þá flokka, sem er að finna í reglugerð um Íslandsmót á vef BTÍ.

Undanfarin ár hafa einnig verið birtar tölur um skiptingu verðlauna á Íslandsmótum, en þar sem upplýsingar um verðlaunahafa á síðasta Íslandsmóti unglinga og Íslandsmóti öldunga eru ekki lengur aðgengilegar á vef BTÍ er það vandkvæðum bundið.

Myndina af Sigrúnu Ebbu Tómasdóttur tók Finnur Hrafn Jónsson á EM unglinga 2013.

ÁMU

Aðrar fréttir