KR vann flesta Íslandsmeistaratitla keppnistímabilið 2016-2017
Á keppnistímabilinu 2016-2017 var keppt um 44 Íslandsmeistaratitla. KR vann flesta titla eða 16 en Víkingur vann einum titli minna eða 15 alls. Önnur félög sem unnu til Íslandsmeistaratitla á árinu voru BH (6,5), Umf. Samherjar (2,5), HK (1,5), Örninn (1,5), Akur (0,5) og Dímon (0,5). KR vann flesta titla í fullorðisflokkum en Víkingur vann flesta titla í unglingaflokkum og öldungaflokkum. Það er öfugt við síðustu ár, þegar KR hefur unnið flesta titla í unglingaflokkum en Víkingur flesta titla í fullorðinsflokkum. Sjá meðfylgjandi skjal: Islandsmeistaratitlar_2017
Íslandsmeistaratitlar dreifðust meira á einstaklinga en oft undanfarin ár. Tveir leikmenn unnu fjóra Íslandsmeistaratitla á keppnistímabilinu: Ásta M. Urbancic, KR og Ingi Darvis Rodriquez, Víkingi. Ásta vann tvo titla í meistaraflokki og tvo í öldungaflokki en Ingi vann ferfalt í sínum unglingaflokki.
Birgir Ívarsson, BH, Kristín Ingibjörg Magnúsdóttir, KR, Magnús Gauti Úlfarsson, BH, Stella Karen Kristjánsdóttir, Víkingi og Þórunn Ásta Árnadóttir, Víkingi unnu þrjá titla hvert.
Aldís Rún Lárusdóttir, KR, Ásta M. Urbancic, KR, Kári Ármannsson, KR og Kári Mímisson, KR unnu flesta Íslandsmeistaratitla í meistaraflokki, tvo hvert. Auður Tinna Aðalbjarnardóttir, KR, vann tvo titla í fullorðinsflokki, einn í meistaraflokki og einn í 1. flokki.
Íslandsmeistaratalið með meisturum ársins 2017 verður sett inn á vefinn fljótlega undir Nýtt á bordtennis.is en er aðgengilegt hér: Islandsmeistaratal_1971-2017
Á forsíðumyndinni má sjá Inga Darvis Rodriquez á mynd Finns Hrafns Jónssonar.
ÁMU