Automatic translation by Google Translate. We cannot guarantee that it is accurate.

KR vann flesta Íslandsmeistaratitla keppnistímabilið 2017-2018

Á keppnistímabilinu 2017-2018 var keppt um 46 Íslandsmeistaratitla. KR vann flesta titla eða 15,5, Víkingur vann 10 titla og BH 9,5. Önnur félög sem unnu til Íslandsmeistaratitla á árinu voru HK (6), Umf. Samherjar (4) og Örninn (1). KR vann flesta titla í fullorðisflokkum, eða 6 af 12 titlum. BH vann í fyrsta skipti flesta titla í unglingaflokkum eða 8,5 titla af 23, sem keppt var um. HK vann flesta titla í öldungaflokkum, 4 talsins, sem er líka nýmæli. Sjá meðfylgjandi skjal:Islandsmeistaratitlar_2018.

Alls dreifðust Íslandsmeistaratitlarnir á 47 einstaklinga, sem er meira en oft undanfarin ár. Tveir leikmenn unnu fimm Íslandsmeistaratitla á keppnistímabilinu: Magnús Gauti Úlfarsson, BH og Stella Karen Kristjánsdóttir, Víkingi. Magnús Gauti vann alla fjóra titlana í drengjaflokki og varð auk þess Íslandsmeistari í einliðaleik í meistaraflokki karla. Stella Karen vann þrjá titla í stúlknaflokki og varð Íslandsmeistari í meistaraflokki og 1. flokki kvenna.

Ásta M. Urbancic, KR og Eiríkur Logi Gunnarsson, KR unnu fjóra Íslandsmeistaratitla hvort. Aldís Rún Lárusdóttir, KR; Brynjólfur Þórisson, HK; Heiðmar Örn Sigmarsson, Umf. Samherjum; Sól Kristínardóttir Mixa, BH og Örn Þórðarson, HK unnu þrjá titla hvert.

Aldís Rún Lárusdóttir, KR vann flesta Íslandsmeistaratitla í meistaraflokki, þrjá talsins, en Auður Tinna Aðalbjarnardóttir, KR og Davíð Jónsson, KR, unnu tvo titla hvort í meistaraflokki.

Íslandsmeistaratalið með meisturum ársins 2018 verður sett inn á vefinn fljótlega undir Nýtt á bordtennis.is en er aðgengilegt hér: Islandsmeistaratal_1971-2018.

Á forsíðumyndinni má sjá Magnús Gauta og Stellu Karen eftir sigur á Íslandsmótinu 2018.

 

ÁMU

Aðrar fréttir