Automatic translation by Google Translate. We cannot guarantee that it is accurate.

KR vann flesta Íslandsmeistaratitla keppnistímabilið 2024-2025

Keppnitímabilið 2024-2025 var keppt um 48 Íslandsmeistaratitla. Það eru þremur fleiri titlar en árið áður, þar sem vorið 2025 var reglum um keppni á Íslandsmótum breytt þannig að veittur er Íslandsmeistaratitill þó að aðeins sé einn keppandi eða par skráður til leiks í flokki.

KR vann flesta titla félaga, 17,5 talsins, Víkingur vann 9,5 titla og BH 7,5 titla. HK, Garpur, Umf. Selfoss, BR, Dímon, Umf. Laugdæla og Örninn unnu 1-3,5 titla hvert félag og dreifuðst titlarnir því í allt á tíu félög, fleiri en undanfarin ár.

Víkingar unnu flesta titla í fullorðisflokkum, 4,5 talsins, BH vann fjóra titla og KR þrjá. KR vann flesta titla í unglingaflokkum, 7,5 talsins og í öldungaflokkum, sjö titla.

BH vann flesta Íslandsmeistaratitla keppnistímabilið 2023-2024 og Víkingur 2022-2023.

Sjá meðfylgjandi skjal: Islandsmeistaratal_1971-2025

Alls dreifðust Íslandsmeistaratitlarnir á 56 einstaklinga, sem eru fleiri en undanfarin ár. Benedikt Aron Jóhannsson, Víkingi, Guðbjörg Vala Gunnarsdóttir, KR og Helena Árnadóttir, KR unnu flesta titla eða fjóra hvert um sig. Aldís Rún Lárusdóttir, KR, Anton Óskar Ólafsson, Garpi, Guðrún Gestsdóttir, KR, Ingólfur Sveinn Ingólfsson, KR og Lúkas André Ólason, KR, unnu þrjá titla.
Þess má geta að fjölskylda Guðrúnar Gestsdóttur og Gunnars Skúlasonar vann tíu gullverðlaun á Íslandsmótum og í deildakeppni á keppnistímabilinu, en þau verðlaun unnu Guðrún og börn hennar, Guðbjörg Vala, Eiríkur Logi, Gestur og Skúli Gunnarsbörn.

Alls voru veitt 162 verðlaun á Íslandsmótunum þetta árið. KR fékk langflest verðlaun eða 62,5, BH fékk 22, Garpur 17 og HK og Víkingur 16,5 hvort félag. Að auki fengu keppendur úr BR, Selfossi, Umf. Laugdælum, Leikni, Dímoni, Tindastóli, UMFB og Erninum verðlaun á Íslandsmótum eða í deildakeppnum keppnistímabilsins. Leiknir, Tindastóll, Umf. Laugdælir og UMFB eru nýliðar á þessum lista og er ánægjulegt að sjá fleiri félög vinna til verðlauna á Íslandsmótum og í deilda- og flokkakeppni.

Uppfært Íslandsmeistaratal með meisturum ársins er að finna undir Íslandsmeistaratal ofarlega á vefsíðunni, en er líka aðgengilegt hér: https://bordtennis.is/wp-content/uploads/2025/06/Islandsmeistaratal_1971-2025.pdf.

Forsíðumyndir úr myndasafni.

Aðrar fréttir