Automatic translation by Google Translate. We cannot guarantee that it is accurate.

Kristinn A. Sigurðsson borðtennismaður látinn

Kristinn Alfreð Sigurðsson, borðtennismaður úr Víkingi, lést þann 18. mars síðastliðinn, aðeins 34 ára að aldri. Sigurður Herlufsen, faðir Kristins, kenndi honum borðtennis þegar hann var barn, en Kristinn byrjaði ekki að æfa af alvöru fyrr en hann var orðinn fullorðinn. Hann var afskaplega áhugasamur, hafði yndi af því að spila og tók hröðum framförum. Kristinn varð Íslandsmeistari í 2. flokki karla vorið 2012 og vann sig í kjölfarið upp í 1. flokk. Kristinn keppti síðast í borðtennis vorið 2014.

 

Ritstjóri sendir samúðarkveðjur til fjölskyldu Kristins.

 

ÁMU

Aðrar fréttir