Kristján, Ellert, Magnús og Tómas sigruðu á aldursflokkamóti KR
Borðtennisdeild KR hélt aldursflokkamót laugardaginn 11. desember í Íþróttahúsi Hagaskóla. Keppt var með upp og niður fyrirkomulagi í þremur flokkum, einliðaleik 12 ára og yngri (fædd 2010 og síðar), tvíliðaleik 18 ára og yngri (fædd 2004 og síðar) og einliðaleik 24 ára og yngri (fædd 1998 og síðar). Keppendur komu frá BH, BR, Garpi, HK, KR og Víkingi.
Í einliðaleik 12 ára og yngri sigraði Kristján Ágúst Ármann, BH og í einliðaleik 24 ára og yngri vann Ellert Kristján Georgsson, KR. Ellert vann alla sex leiki sína á mótinu. Í tvíliðaleik 18 ára og yngri stóðu bræðurnir Magnús Thor og Tómas Hinrik Holloway, KR, uppi sem sigurvegarar.
Í yngsta flokknum fengu allir þátttakendur verðlaun en í hinum flokkunum fengu þrír efstu að loknum þremur umferðum verðlaun.
Úrslit úr einstökum flokkum.
Einliðaleikur 12 ára og yngri
1. Kristján Ágúst Ármann, BH
2. Natalía Marciníková, KR
3. Dawid May-Majewski, BR
Tvíliðaleikur 18 ára og yngri (sjá mynd á forsíðu)
1. Magnús Thor Holloway/Tómas Hinrik Holloway, KR
2. Alexander Ivanov/Hergill Frosti Friðriksson, BH
3. Eysteinn Örn Jóhannesson/Guttormur Arnórsson, KR
Einliðaleikur 24 ára og yngri
1. Ellert Kristján Georgsson, KR
2. Karl A. Claesson, KR
3. Elvar Pierre Kjartansson, KR
Uppfært 12.12.