Automatic translation by Google Translate. We cannot guarantee that it is accurate.

Kristján Viðar Haraldsson unglingalandsliðsþjálfari áfram

Frétt frá stjórn Borðtennissambands Íslands:

„Endurnýjaður hefur verið samningur við Kristján Viðar Haraldsson þjálfara um þjálfun á unglingalandsliðum drengja og stúlkna (cadet og junior) til 1. september 2016. Mun unglingalandsliðsþjálfari hafa reglulegar æfingar yfir veturinn og æfingabúðir fyrir unglingalandsliðshópa.  Fyrstu æfingabúðirnar verða fyrir jól 2015. Helstu verkefni unglingalandsliðsins sem framundan eru og ákveðið hefur verið að ráðast í  er Cadet mót í Wales í janúar 2016, æfingabúðir í Noregi í undanfara Evrópumóts unglinga og Evrópumót unglinga sem verður nú haldið í Zagreb, Króatíu 8.-17. júlí 2016.

Kristján hefur haldið utan um og stýrt starfi unglingalandsliða af röggsemi og festu og þakkar stjórn BTÍ og landsliðsnefnd honum fyrir gott starf og hlakkar til að takast á við þau verkefni sem framundan eru með honum.“
ÁMU

Aðrar fréttir