Kvennaæfingar 26.-28 nóvember
Helgina 26. – 28. nóvember mun BTÍ standa fyrir sérstökum æfingum fyrir konur á öllum aldri og öllum getustigum. Þjálfari verður María Christoforaki, fyrverandi grísk landsliðskona sem er búsett í Svíþjóð þar sem hún starfar sem þjálfari. Skráningar eiga að sendast á [email protected]. Ókeypis er að skrá sig. Nánari upplýsingar koma á næstu dögum.
![](https://bordtennis.is/wp-content/uploads/2021/10/mariacoach-640x480.jpg)
![](https://bordtennis.is/wp-content/uploads/2021/10/mariaplaying-640x427.jpg)