Kvennalið Íslands sigraði á Arctic open
A-lið Íslands sigraði í kvennaflokki á Arctic open mótinu, sem fram fer í TBR-húsinu um hvítasunnuna. Ísland-A vann alla leiki sína í dag, Færeyjar höfnuðu í 2. sæti, Grænland í 3. sæti og Ísland-B í 4. sæti. A-lið Íslands skipa Aldís Rún Lárusdóttir, Guðrún G Björnsdóttir og Kolfinna Bergþóra Bjarnadóttir en B-liðið Berglind Ósk Sigurjónsdóttir, Bergrún Linda Björgvinsdóttir og Eyrún Elíasdóttir.
A-lið karla frá Íslandi, skipað Breka Þórðarsyni, Daða Frey Guðmundssyni og Pétri Gunnarssyni, hafnaði í 2. sæti eftir 2-3 tap í úrslitum fyrir A-liði Grænlands. Í undanúrslitum mættust Ísland-A og Ísland-B og vann Ísland-A 3-0. Ísland-B, skipað Birgi Ívarssyni, Kára Ármannssyni, Magnúsi Jóhanni Hjartarsyni og Magnúsi Gauta Úlfarssyni, hafnaði því í 3.-4. sæti, sem og A-lið Færeyja. C-lið Íslands varð í 3. sæti í sínum riðli, og komst ekki í undanúrslit. Með liðinu léku Björn Gunnarsson, Ingi Darvis Rodriquez, Sindri Þór Sigurðsson og Skúli Gunnarsson.
Úrslit úr landsleikjum Íslands:
Konur
- Ísland-A – Ísland-B 3-0
- Ísland-A – Færeyjar 3-0
- Ísland-B – Grænland 1-3
- Ísland-B – Færeyjar 2-3
- Ísland-A – Grænland 3-1
Karlar
- Ísland-A – Færeyjar-A 3-0
- Ísland-A – Grænland-C 3-0
- Ísland-A – Grænland-B 3-2
- Ísland-B – Ísland-C 3-1
- Ísland-C – Grænland-A 1-3
- Ísland-B – Færeyjar-B 3-0
- Ísland-B – Grænland-A 2-3
- Ísland-C – Færeyjar-B 3-0
- Ísland-A – Ísland-B 3-0 (undanúrslit)
- Ísland-A – Grænland-A 2-3 (úrslit)
Ítarleg úrslit úr öllum leikjum dagsins eru komin á vef Tournament Software, http://www.tournamentsoftware.com/sport/tournament.aspx?id=02FE89F8-18A9-47DD-8C3C-75D605EA3F5E
Fjölmargar myndir er að finna á Facebook síðu Borðtennissambands Íslands (sjá hnapp efst á þessari síðu).
Verðlaunahafar í liðakeppni karla, með Lárusi Blöndal, forseta ÍSÍ, og Sigurði Val Sverrissyni, formanni BTÍ. Magnús Jóhann Hjartarson vantar á myndina.
Myndir frá Finni Hrafni Jónssyni.
ÁMU (uppfærðar myndir 16.5.)