Kynning á borðtennis í Húnabyggð
Í tilefni af Heilsudögum í Húnabyggð (Blönduósi) sem standa yfir dagana 23. september – 30. september var haldin þriggja tíma borðtenniskynning og þjálfun sunnudaginn 24. september í íþróttahúsinu á Blönduósi.
Þjálfari var Bjarni Þorgeir Bjarnason og honum til aðstoðar var Sigurður Sveinsson. Alls mættu 30 manns á aldrinum 8-50 ára. Að sögn Kristínar Ingibjargar Lárusdóttir, menningar-, íþrótta- og tómstundafulltrúa Húnabyggðar var þetta hreint frábær dagur.
Á Blönudósi eru fimm borð til staðar í íþróttahúsinu og ætlunin er að byrja með prufuæfingar alla sunnudaga í október. Mikill hugur er í heimafólki og vonandi sjáum við keppendur frá Húnabyggð fljótlega á mótum BTÍ.
Sjá meðfylgjandi myndir sem voru teknar af Kristínu Ingibjörgu Lárusdóttur.