Automatic translation by Google Translate. We cannot guarantee that it is accurate.

Kynning á borðtennis í Mosfellsbæ

Nýstofnað Borðtennisfélag Mosfellsbæjar var með opið hús í gær til að kynna sína starfsemi. Kynningin var hluti af bæjarhátíðinni Í túninu heima.

Tæplega 30 manns mættu til að kynna sér íþróttina og þar af voru fimmtán mjög áhugasamir krakkar sem margir spurðu út í æfingar og skila sér vonandi inn í starfið í vetur. Allir krakkarnir fengu borðtennisspaða að gjöf frá BTÍ og Sigurður frá PingPong.is færði félaginu 100 borðtenniskúlur í stofngjöf.

William og Jón úr öðlingahópi KR mættu og spiluðu úti í góða veðrinu á útiborðinu fyrir utan Lágafellssundlaug og það vakti athygli þeirra sem áttu leið um.

Regína Ásvaldsdóttir bæjarstjóri gaf sér tíma til að mæta og spyrja út í starfið. Hún klæddist nýjum liðsbúningi BM og ætlar að að vekja sérstaka athygli á fullorðinshópnum sem tekur til starfa í vetur.

Magnea Ólafsdóttir, fyrrverandi landsliðskona, mætti einnig og ætlar að hvetja dóttur sína til að æfa og var sjálf spennt fyrir æfingum BM.

Myndir frá kynningunni

Aðrar fréttir