Automatic translation by Google Translate. We cannot guarantee that it is accurate.

image description

Kynning á Tournament Software miðvikudaginn 17. febrúar nk. kl. 20.00

2016

TOURNAMENT SOFTWARE

Kynning á uppsetningu og virkni miðvikudaginn 17. febrúar 2016 kl. 20:00 í Álfafelli, Íþróttahúsinu við Strandgötu , Hafnarfirði.

KYNNING

Árið 2016 tekur BTÍ í gagnið forritið Tournament Software. Forritið heldur utan um mót og deildarkeppnir. Kynning verður á uppsetningu og virkni forritsins fyrir aðildarfélög BTÍ miðvikudaginn 17. febrúar kl. 20.00 nk. í Álfafelli, 2. hæð Íþróttahússins við Strandgötu, Hafnarfirði.

FORRITIÐ

Frá árinu 2016 verða öll mót sem telja til stiga á styrkleikalista BTÍ keyrð í gegnum Tournament Software forritið. Þetta þýðir að meðlimir aðildarfélaga sem haldið hafa utan einstök mót þurfa að þekkja uppsetningu móta í forritinu og hvernig innsláttur fer fram meðan á móti stendur. Þau þurfa jafnframt að setja leiki á mótum inn í forritið. Forritið heldur einnig utan um styrkleikalista BTÍ og því mikilvægt að úrslit verði sett á internetið þegar móti lýkur. Það er gert með tveimur smellum að móti loknu.

DAGSKRÁ

Ásta Urbancic, sem haldið hefur utan um innslátt allra úrslita allra móta á vegum BTÍ síðastliðin áratug, mun halda kynningu á virkni forritisins. Nauðsynlegt er að taka PC fartölvu (forritið virkar ekki fyrir Mac) með sér á kynninguna en leiðbeint verður um niðurhal á forritinu í upphafi. Eftir kynninguna verður spurningum svarað. Til að koma forritinu í gagnið er nauðsynlegt að fara yfir það með aðildarfélögum BTÍ til að koma þessu vel af stað.

auglysing námskeið TS feb 2016 PDF

Aðrar fréttir