Automatic translation by Google Translate. We cannot guarantee that it is accurate.

Kynning BTÍ á borðtennis á Selfossi

Landsliðsmennirnir Magnús Gauti Úlfarsson og Gestur Gunnarsson brugðu undir sig betri fætinum í gær og fóru til Selfoss þar sem þeir voru með kynningu á borðtennis fyrir áhugasama iðkendur á Selfossi. Fór kynningin fram í fjallasal Sunnulækjaskóla.

Ferðin var farin m.a. að tilstuðlan Ásdísar Helgu Hallgrímsdóttur sem er kennari í Sunnulækjarskóla og þeirra Stefáns Birnis Sverrissonar og Ingibjargar Ástu Rúnarsdóttur sem eru foreldrar tveggja drengja frá Selfossi sem í vetur hafa verið duglegir að sækja mót á höfuðborgarsvæðinu og sækja æfingar hjá Dímon á Hvolsvelli. Einnig lögðu hönd á plóginn þau Gunnar Eysteinn Sigurbjörnsson og Bragi Bjarnason frá Selfossi og starfsmenn Sunnulækjarskóla. Mikill áhugi er á borðtennis á Selfossi og er stefnt að stofnun deildar þar. 18 börn mættu, 15 frá Sunnulækjarskóla og 3 frá Vallaskóla.

Þeir Magnús Gauti og Gestur sýndu grundvallarhöggin og voru þeir einnig með sýningu. Var þeim einkar vel tekið og heilluðu þeir áhorfendur upp úr skónum. Það er klárt að þeir hafa plantað borðtennisfræum sem eiga eftir að vaxa og dafna á Selfossi. Hér að neðan eru myndir sem teknar voru á kynningunni. Myndasmiðir eru þau Stefán Birnir og Ingibjörg.

Aðrar fréttir