Automatic translation by Google Translate. We cannot guarantee that it is accurate.

Kynningar á borðtennis í Lindaskóla og Lágafellsskóla

Bjarni Þ. Bjarnason, borðtennisþjálfari, er ötull í kynningu á borðtennisíþróttinni og hefur staðið fyrir ófáum námskeiðum og kynningum um allt land síðustu áratugi. Síðustu vikur hefur hann verið með námskeið í skólum í Kópavogi og Mosfellsbæ.

Nýverið stóð Bjarni fyrir borðtennisnámskeiði í Lindaskóla í Kópavogi. Námskeiði var fyrir nemendur 1. – 6. bekkjar og var haldið dagana 14. til 16. nóvember. Nemendur  fjölmenntu á námskeiðið og létu vel af því. Skólinn er með fjögur borðtennisborð og áhuginn greinilega fyrir hendi í Lindaskóla eins og við höfum orðið vör við vítt og breitt um landið þetta árið.

Hann var einnig með námskeið í Lágafellsskóla í Mosfellsbæ 26. til 27. október en þá daga stóðu yfir kynningar á ýmsum íþróttagreinum. Að sögn Bjarna var einnig vel mætt í Mosfellsbæ. Áhugi á borðtennis er vaxandi í bænum en í sumar var sem kunnugt er stofnað Borðtennisfélag Mosfellsbæjar.

Borðtennisborð í Lindaskóla í Kópavogi

Aðrar fréttir