Kynningarfundur um borðtennis fyrir fólk með Parkinson 5. mars
Fréttatilkynning frá Hannesi Guðrúnarsyni.
Þriðjudaginn 5. mars kl. 10:30-11:30 verður kynningarfundur um borðtennis fyrir fólk með Parkinson. Fundurinn er opinn öllum og fer fram í húsnæði Borðtennisdeildar Víkings í TBR húsinu Gnoðarvogi 1, neðri hæð (lyfta er til staðar, tala við afgreiðslu)
Dæmin sýna að markviss iðkun borðtennis hefur jákvæð áhrif á einstaklinga með Parkinson. Áhrifin eru margþætt en þar ber helst að nefna aukna framleiðslu á taugaboðefninu dópamín, betra líkamlegt jafnvægi, bætt viðbragð og bætta samhæfingu hugar og handa (hand-eye-coordination). Síðast en ekki síst örvast framleiðsla á gleði hormóninu oxytocin við að iðka þessa skemmtilegu íþrótt, sem við getum tekið öll tekið þátt í, óháð aldri og fyrri störfum.
https://www.youtube.com/watch?v=FEzcqbzTwvA
Boðið verður upp á æfingar alla þriðjudaga og fimmtudaga í mars kl 10:30 – 11:30, í húsnæði Borðtennisdeildar Víkings í TBR húsinu Gnoðarvogi 1, neðri hæð (lyfta er til staðar, tala við afgreiðslu) Skírdag 28.mars er frí.
Þáttakendur mæti með íþróttaskó eða annan heppilegan skófatnað, vatnsflösku og góða skapið! (Það er þó ekki skilyrði)
Ég er að gera þetta „pro bono“ en þáttakendum býðst að leggja í sjóð í hlutfalli við gleðivísitöluna hverju sinni.
Öllum er frjáls að styðja við þetta verkefni með framlögum, faðmlögum, klappi á bakið eða brosi frá hjartanu.
Langtímamarkmið mitt er að geta byggt upp tilboð um Borðtennis fyrir Parkinson og fleiri hópa allan ársins hring. Starfsemi af þessu tagi hefur verið til staðar bæði í Evrópu og Ameríku um nokkurt skeið.
Tíminn líður og það gerist ekkert ef maður bara bíður…
Bestu kveðjur,
Hannes Guðrúnarson
Borðtennisþjálfari með 1. stigs próf frá ITTF (Alþjóða Borðtennis Sambandinu)
Reynslu af Borðtennisþjálfun eftirfarandi hópa:
Fullorðinna án fötlunar, fullorðinna með Parkinson og fullorðinna með Alzheimer.