Automatic translation by Google Translate. We cannot guarantee that it is accurate.

Landsdómaranámskeið í Reykjavík

Jóhannes Bjarki Urbancic Tómasson alþjóðadómari heldur námskeið fyrir dómara, sem lýkur með prófi.

Námskeiðið fer fram í C-sal hjá ÍSÍ laugardaginn 15. febrúar og hefst kl. 11:00. Boðið verður upp á kaffi og kleinur.

Gert er ráð fyrir að námskeiðið taki einn klukkutíma og síðan verði nokkurra mínútna hlé áður en landsdómaraprófið verður tekið, sem má nýta allt að klukkutíma í.

Til prófs eru reglur ITTF, dómaraglærupakkar 1 & -2 og dómarahandbók ITTF (á ensku). Allt námsefni til prófs er að finna undir Fróðleikur>Dómarar. Próftakendum er sérstaklega ráðlagt að kynna sér vel glærupakka 1 & 2.

Dómaraefni geta þannig mætt á Hjálmarsmótið í íþróttahúsi Hagaskóla í beinu framhaldi (hefst kl. 14).

Skráningu á námskeiðið skal skilað á netfangið [email protected] og skráningargjald kr. 1.500 greitt á sama tíma (Kennitala: 581273-0109 og reikningsnúmer: 0334-26-050073. Afrit sendist á [email protected], setjið dómaranámskeið og nafn þátttakanda í skýringu.).

Það er um að gera að taka þátt og bæta þekkinguna á reglum íþróttarinnar – sérstaklega rétt fyrir Íslandsmót, en þar fá landsdómarar greitt fyrir dómgæslu eins og undanfarin ár.

Uppfært 12.2.

Aðrar fréttir