Automatic translation by Google Translate. We cannot guarantee that it is accurate.

Landsliðið farið á Smáþjóðaleikana í San Marínó

Landsliðið í borðtennis hélt í morgun til San Marínó, þar sem Smáþjóðaleikarnir hefjast 29. maí og standa til 3. júní.

Keppni í liðakeppni í borðtennis fer fram 30.-31. maí, tvíliðaleikur verður leikinn 1. júní og einliðaleikur 2.-3. júní.

Hver þjóð má senda tvo keppendur í einliðaleik, eitt par í tvíliðaleik og eitt lið í liðakeppni.

Fararstjóri er Styrmir Stefnisson og Árni Siemsen dæmir á leikunum.

Fylgst verður með gengi liðsins bæði hér og á Facebook síðu Borðtennissambands Íslands.

 

ÁMU (uppfært 29.5.)

Aðrar fréttir