Landsliðið vann tvo af þremur vináttuleikjum í Frakklandi
Leikmenn úr landsliðshópnum fóru í æfingaferð til Frakklands þann 13.-18. október sl. Þau Aldís Rún Lárusdóttir, Gestur Gunnnarson, Magnús Gauti Úlfarsson, Pétur Gunnarsson, Sól Kristínardóttir Mixa og Stella Karen Kristjánsdóttir fóru í ferðina, sjá nánar í frétt frá 13. október. Aldís og Pétur fóru heim þann 16. október en hinir leikmennirnir dvöldu til þess 18.
Liðið heimsótti og æfði í þróunarmiðstöð fransks borðtennis í CREPS de Strasbourg, þar sem Guillaume Simonin U13 þjálfari Frakka tók höfðinglega á móti leikmönnunum.
Liðið lék nokkra vináttuleiki. Þau töpuðu fyrir Racing Club de Strasbourg, þar sem Magnús Gauti vann báða sína einliðaleiki.
Þau unnu með yfirburðum leik gegn SUS TT, þar sem Gestur var lánaður til franska liðsins vegna forfalla. Íslenska liðið vann alla karlaleikina en kvennamegin vann sterkari franska stúlkan þær Aldísi og Stellu, en Sól náði að vinna hana.
Þriðji vináttuleikurinm var við sterkasta tvíliðaleikspar í Schiltigheim, sem Gestur og Magnús náðu að vinna 3-0.
Myndir frá Auði Tinnu Aðalbjarnardóttur.