Landsliðin keppa erlendis um næstu helgi
Karla- og kvennalandsliðið keppa erlendis um næstu helgi, þó ekki á sama stað. Karlalandsliðið tekur þátt í Grand Prix móti í Preston í Englandi en kvennaliðið tekur þátt í norsku kvennadeildinni sem gestalið.
Það verða þær Aldís Rún Lárusdóttir, KR, Sól Kristínardóttir Mixa, BH og Stella Karen Kristjánsdóttir, Víkingi, sem leika í norsku deildinni um helgina.
Karlarnir sem keppa í Preston eru Birgir Ívarsson, BH, Ellert Kristján Georgsson, KR, Magnús Gauti Úlfarsson, BH og Óskar Agnarsson, HK.
Vegna fjarveru landsliðsfólksins hefur bikarkeppni félaga, sem átti að fara fram 5. nóvember, verið frestað til 4. desember.
Mynd af kvennalandsliðshópnum frá Ingimar Ingimarssyni.