Landsliðsæfingar fyrir Færeyjaleikana
Peter Nilsson, landsliðsþjálfari í borðtennis heldur landsliðsæfingar þann 27.-29. júní, til undirbúnings fyrir Færeyjaleikana. Þeir fara fram 30. júní til 3. júlí.
Færeyjaleikarnir eru fjölgreina íþróttamót haldið í Færeyjum, og eru borðtennismenn frá Íslandi og Grænlandi boðnir til að etja kappi við færeyska borðtennismenn á leikunum.
Þessir leikmenn hafa keppa fyrir Íslands hönd á Færeyjaleikunum:
Aldís Rún Lárusdóttir, KR
Davið Jónsson, KR
Ellert Kristján Georgsson, KR
Kristín Ingibjörg Magnúsdóttir, KR
Magnús Jóhann Hjartarson, Víkingi
Magnús Gauti Úlfarsson BH
Stella Karen Kristjánsdóttir, Vikingi
Peter Nilsson, landsliðsþjálfari verður með liðinu á leikunum. Anna Sigurbjörnsdóttir verður fararstjóri og mun hugsanlega einnig taka þátt sem leikmaður.
Auk þessara leikmanna taka Gestur Gunnarsson, KR og Óskar Agnarsson, HK, þátt í landsliðsæfingunum.