Automatic translation by Google Translate. We cannot guarantee that it is accurate.

Landsliðsfólk í Frakklandi

Í dag hefst æfinga- og keppnisferð hjá íslensku landsliðsfólki í borðtennis í Frakklandi sem stendur fram á miðvikudag. Ferðin er tilkomin í framhaldi af því að grænlenska borðtennissambandið ákvað að fresta Arctic mótinu þetta árið en stefnt er að því að mótið fari fram í maí 2024.

Kostnaður við ferðina er í lágmarki en okkar fólk gistir í Airbnb gistingu meðan á dvöl stendur.

Leikmenn sem eru með í för eru eftirfarandi: Aldís Rún Lárusdóttir, Sól Kristínardóttir Mixa, Stella Kristjánsdóttir, Pétur Gunnarsson, Gestur Gunnnarson og Magnús Gauti Úlfarsson.

Samstarf er við Aurelien Poirot-Zender, yfirþjálfara SUS TT um æfingar en æft verður einu sinni á föstudag, vináttuleikur á laugardeginum við SUS TT með einliðaleik, tvíliðaleik og tvenndarleik, á sunnudegi og mánudegi verða tvær æfingar, ein æfing á þriðjudag og síðan horft á leik í Pro A Dames (efstu deild kvenna í Frakklandi) um kvöldið. Liðin sem voru í 1. og 2. sæti á Frakklandsmeistaramótinu, SUS TT og Charlotte Lutz, mætast á heimavelli SUS TT í Centre Sportif Nelson Mandela, Schiltigheim. Heimferð er svo á miðvikudegi.

Myndin er frá salnum sem landsliðið æfir í Strasbourg.

Aðrar fréttir