Leik Selfoss og Víkings C í 1. umferð 2. deildar frestað
Mótanefnd hefur ákveðið að fresta leik Selfoss og Víkings C í 1. umferð 2. deildar suður-B vegna ófyrirsjáanlegra aðstæðna. Viðureignin skal fara fram eigi síðar en sunnudaginn 1. nóvember 2020 (næsta deildarhelgi) en leikmenn þessara liða mega koma sér saman um leikdag og tíma fyrr ef það hentar. Senda þarf þá tilkynningu um leikstað og tímasetningu til mótanefndar.
Ef viðureignin hefur ekki farið fram fyrir 1. nóvember þá skal hún fara fram strax að lokinni 4. umferð í deildarkeppninni.