Leikið í suðurriðli 3. deildar 27. febrúar
Enn á eftir að leika fjórar umferðir í suðurriðli 3. deildar, en leikjum hefur ítrekað verið frestað vegna kórónuveirufaraldursins. 7. og 8. umferð í riðlinum verða leiknar að Laugalandi sunnudaginn 27. febrúar, og hefst keppni kl. 13.
Síðustu tvær umferðirnar í riðlinum verða svo leiknar fljótlega. Þá kemur í ljós hvaða lið mætir BR-B og BR-A í úrslitakeppni deildarinnar.
Forsíðumynd frá leik í suðurriðlinum í október sl.