Borðtennismaðurinn Kári Mímisson lék tvo leiki með liði sínu Horreds BTK í Svíþjóð laugardaginn 26. október sl. gegn liðum Asa BTK og Tölö BTK.  Sigraði lið Horreds báða leikina 8-2.  Kári lék 5 leiki í viðureignunum, 4 einliðaleiki og einn tvíliðaleik.  Sigraði hann 3 leiki en tapaði tveimur.  Nánari úrslit leikjanna er hægt að nálgast hér.