Leikmannatölfræði úr deildakeppninni
Nú þegar deildarkeppninni er lokið er fróðlegt að skoða hvernig leikmenn stóðu sig í leikjum vetrarins. Á vef Tournament Software er hægt að sjá hversu marga leiki hver leikmaður spilaði og hversu marga þeirra hann vann. Það er gert með því að skoða hverja deild fyrir sig og velja „Player statistics“. Þar eru bæði einliðaleikir og tvíliðaleikir taldir með. Úrslitakeppnina þarf að skoða sérstaklega, þar sem hún er skilgreind sem sérstakt mót í Tournament Software.
Leikmenn sem léku 8 eða fleiri leiki án taps:
Í Keldudeild kvenna lék Nevena Tasic, Víkingi 8 leiki og tvo í úrslitakeppninni og vann þá alla. Nevena lék einnig 10 leiki í B-riðli 2. deildar og fór ósigruð í gegnum deildina.
Í Keldudeild karla lék Ingi Darvis Rodriguez, Víkingi 9 leiki og 3 í úrslitakeppninni og vann alla 12 leikina.
Í 2. deild lék Björgvin Ingi Ólafsson, HK 17 leiki í A-riðli og vann þá alla. Steinar Andrason, KR, lék 9 leiki í sama riðli og tapaði ekki leik en hann tapaði einum leik í úrslitakeppninni en vann einn.
Í norðurriðli 2. deildar lék Matiss Meckl, Akri, 8 leiki og var ósigraður.