Automatic translation by Google Translate. We cannot guarantee that it is accurate.

Leikmenn frá Íslandi taka þátt í EM fyrir 13 ára og yngri

Fjórir leikmenn frá Íslandi taka þátt í fyrsta Evrópumeistaramóti fyrir 13 ára og yngri, sem fram fer í Zagreb í Króatíu 14.-18. júní. Leikmenn Íslands eru Guðbjörg Vala Gunnarsdóttir, KR, Helena Árnadóttir, KR, Heiðar Leó Sölvason, BH og Kristján Ágúst Ármann, BH.
Tómas Ingi Shelton, unglingalandsliðsþjálfari verður með liðinu á mótinu og þá verða einhverjir foreldrar með í för.

Keppnisfyrirkomulagið er á þann hátt að leikið er í sameiginlegu fjögurra manna liði. Fyrst er leikinn tvenndarleikur. Síðan taka við einliðaleikir þar sem stúlkur leika við stúlkur í hinu liðinu og drengir við drengi. Allir fimm leikirnir verða spilaðir í riðlunum og fæst stig fyrir hvern unninn leik. Síðan verður leikið upp úr riðlunum um einstök sæti.

Dregið hefur verið í riðla og leikur Ísland í riðli með Azerbaidjan, Póllandi og Svíþjóð.

Forsíðumynd frá Guðrúnu Gestsdóttur, sett inn 21.6.

Aðrar fréttir