Leikmenn sem keppa í Gautaborg um helgina
Nokkrir leikmenn úr A-landsliðshópnum leika á Klubbresornars klubbresa mótinu, sem fram fer í Gautaborg í Svíþjóð 6.-9. júní. Íslensku keppendurnir hefja keppni þann 7. júní og leika hvert um sig í fleiri en einum flokki á mótinu.
Þessir leikmenn úr A-landsliðshópnum taka þátt í mótinu:
Aldís Rún Lárusdóttir, KR
Ellert Kristján Georgsson, KR
Gestur Gunnarsson, KR
Magnús Jóhann Hjartarson, Víkingi
Matthias Sandholt, Svíþjóð
Óskar Agnarsson, HK
Pétur Gunnarsson, KR
Auk þess ætla Benedikt Aron Jóhannsson, Víkingi, Guðbjörg Vala Gunnarsdóttir, KR og Helena Árnadóttir, KR, að taka þátt í mótinu á eigin vegum.
Hér má sjá úrslitin úr leikjum á mótinu: https://resultat.ondata.se/001035/
Á forsíðunni má sjá hluta íslensku keppendanna á mótinu, mynd frá Aldísi Rún Lárusdóttur.