Automatic translation by Google Translate. We cannot guarantee that it is accurate.

Leikmenn úr landsliðinu leika á Mega cup helgina 20.-21. maí

Leikmenn úr landsliðinu keppa á Mega Cup í Osló um næstu helgi, 20.-21. maí. Leikmennirnir sem taka þátt eru Gestur Gunnarsson, KR, Ingi Darvis Rodriguez, Víkingi, Magnús Jóhann Hjartarson, Víkingi, Magnús Gauti Úlfarsson, BH og Sól Kristínardóttir Mixa, BH.
Magnús Gauti og Ingi Darvis munu koma beint frá Halmstad í Svíþjóð þar sem Ingi er að klára vetrardvöl sína. Magnús Gauti verður hjá honum við æfingar í um viku til undirbúnings fyrir Smáþjóðaleikana.
Þau Aldís Rún Lárusdóttir, KR, Davíð Jónsson, KR og Nevena Tasic, Víkingi, fengu einnig boð um að keppa á mótinu en komust ekki.

 

Leikmennirnir leika hvert um sig í mörgum flokkum. Flokkarnir eru þessir:
Gestur: Herrer Elite, Herrer A, Herrer B, Herrer Eldre Junior, Åben Moro
Ingi Darvis: Herrer Elite, Herrer A, Herrer Eldre Junior, Åben Moro
Magnús Gauti: Herrer Elite, Herrer A, Herrer Eldre Junior, Åben Moro
Magnús Jóhann: Herrer Elite, Herrer A, Åben Moro
Sól: Damer Eldre junior, Damer Elite, Damer junior, Herrer A
Flokkurinn eldre junior er fyrir þá sem eru fæddir árið 1999 eða síðar og åben moro er 1 lota upp í 21 stig.  

 

 

Forsíðumynd af Gesti af fésbókarsíðu BTÍ.

Aðrar fréttir