Automatic translation by Google Translate. We cannot guarantee that it is accurate.

Leikmenn úr unglingalandsliðshópnum leika í Belgíu í maí

Leikmenn úr unglingalandsliðshópnum leika á International youth cup í Hasselt í Belgíu helgina 18.-20. maí nk.

Eftirtaldir leikmenn keppa á mótinu:

Alexander Chavdar Ivanov, BH
Benedikt Jiyao Davíðsson, Víkingi
Benedikt Aron Jóhannsson, Víkingi
Darian Adam Róbertsson Kinghorn, HK
Eiríkur Logi Gunnarsson, KR
Guðbjörg Vala Gunnarsdóttir, KR
Heiðar Leó Sölvason, BH
Helena Árnadóttir, KR
Kristján Ágúst Ármann, BH
Lúkas André Ólason, KR

Með í för verða Mattia Luigi Contu, unglingalandsliðsþjálfari og Ingimar Ingimarsson, varaformaður BTÍ og þjálfari í BH ásamt tveimur foreldrum.

Íslenskir keppendur hafa áður tekið þátt í þessu móti. M.a. fór núverandi landsliðsþjálfari Peter Nilsson út með hóp árið 1995. Sjá frétt úr Morgunblaðinu á https://timarit.is/page/1833445#page/n47/mode/2up, þar sem sjá má kunnugleg andlit.
Einnig fór hópur frá KR á mótið árið 2006.

Heimasíða mótsins: https://ttchasselt.be/international-youth-cup/

Forsíðumyndin er úr myndasafni frá æfingu unglingalandsliðshópsins í desember 2023.

Aðrar fréttir